Plast - hóplistasýning

Á þessari hóplistasýningu okkar Eddu, Sjafnar og Tinnu bjóðum við þér að kanna takmarkaleysu sköpunnar í plasti. Sköpun sem verður til þegar við endurskoðum möguleika plasts utan upprunalega tilgangs þess. Með þessari sýningu viljum við ekki einblína á neikvæðu hliðar umbúðanotkunnar, heldur finna innblástur í fjölbreyttni fargaðs efnis.

Gengið af göflunum

Við minnum á samsýningu listamanna á vegum Listfélags Akraness sem haldin er á Bókasafni Akraness dagana 16. júní - 31. ágúst. Verið velkominingu

Myndskreytingarnámskeið

Vilt þú læra að myndskreyta bók? Hefur þú gaman af því að teikna? Þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig. Listakonan Tinna Royal verður með námskeið í myndskreytingu dagana 19. - 23. júní. Námskeiðið verður frá kl. 9 - 12 í Svöfusal og er ætlað krökkum í 5. - 7. bekk (f. 2010 - 2013). Það þarf að hafa með sér pennaveski og nesti. Skráning fer fram á Bókasafninu og á netfanginu bokaverdir@akranes.is Námskeiðið er gjaldfrjálst.

Sumarlestur

Sumarlesturinn hefst í næstu viku, fimmtudaginn 1. júní, og er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6 - 12 ára. Til þess að vera með þarf að eiga bókasafnsskírteini en það er ókeypis fyrir börn. Koma þarf með foreldri/forráðamanni til þess að fá skírteini í fyrsta sinn. Svo er bara að skrá sig og hefja lesturinn! Þemað í ár er íþróttir.

Takk fyrir veturinn!

Nú er vetrarstarfinu hjá okkur lokið, það þýðir að ekki verður opið á laugardögum, sögustundir á íslensku, pólsku og úkraínsku fara í sumarfrí sem og Dúlluhópurinn (hannyrðahópur). En það verður mikið um að vera í sumar; sumarlestur barna, listsýningar og ýmsar uppákomur. Fylgist með okkur hér og á fésbókinni. Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar!

Gleðilega páska!

Það verður lokað hjá okkur um páskana en við opnum aftur þriðjudaginn 11. apríl. Gleðilega páska :)

RIE - örfyrirlestur á foreldramorgni

RIE - Fyrsta æviárið ... þar sem meðvitund, hæglæti og traust leiða í uppeldi ungbarna. Örfyrirlestur mánudaginn 3. apríl kl. 14.00. Hulda Margrét Brynjarsdóttir, Leið að uppeldi.

Vetrardagar á Bókasafninu

Það verður mikið um að vera á Bókasafninu Vetrardögum 16. - 19. mars. Jón Sverrrisson ætlar að segja okkur frá starfi sínu og Vinnuskólans, börnin á Akraseli verða með sýninguna Leikskólinn minn, Héraðsskjalasafnið verður með sýninguna Úr ólíkum áttum, verk úr listaverkaeign Akraneskaupstaðar. Á föstudaginn verður afleggjaskiptimarkaður á safnunu á milli kl. 16 og 18 og á laugardaginn bjóðum við börnum að ættleiða fræ. Gróðursetja fræ og merkja sér pottinn og fylgjast svo með því vaxa þar til það er tilbúið að fara heim.

Foreldramorgnar - umræður

Foreldramorgnar halda áfram á fimmtudagsmorgnum kl. 10 enn sem komið er, kannski kemur annað í ljós á þessum umræðufundi, hver veit. Hlakka til að hitta ykkur og spjalla, Hrafnhildur Maren.

Umsóknir fyrir sýningarárið 2023

Hjá okkur er aðstaða til að setja upp sýningar á veggjum og/eða í sýningarkössum. Sýningar standa að jafnaði yfir í um fjórar vikur og eru þær opnar á afgreiðslutíma safnsins. Sýningaraðstaðan er lánuð endurgjaldslaust. Við mat umsókna er farið eftir hvernig sýning hentar sýningaraðstöðu safnsins og fjölbreytileika sýninga.