Að brjóta 1000 trönur
27.02.2025
Borghildur Jósúadóttir og Bryndís Siemens eru með skemmtilegt og gefandi verkefni hér á bókasafninu þar sem þær kenna börnum og fullorðnum að brjóta Origami-trönu (fugl) úr fallegum pappír. Trönurnar verða síðan hengdar upp á Bókasafninu. Stefnt er á að brjóta 1000 trönur á Akranesi fyrir friði í heiminum. Tranan er orðin friðartákn víða um heim.