01.04.2025
Hér gefur að líta dagskrá okkar fyrir aprílmánuð. Nóg um að vera, fastir liðir eins og venjulega. Nánari lýsingu á viðburðum má sjá hér á heimasíðunni og á facebook-síðunni okkar. Þar geta einnig verið auglýstir viðburðir með styttri fyrirvara svo við hvetjum ykkur til að fylgjast með.
17.03.2025
Lára Magnúsdóttir opnaði sýningu sína Skammdegi síðastliðin laugardag.
Skammdegi er myndlistasýning sem fagnar þessum tengslum, þar sem listamaðurinn vinnur með áhrif myrkursins á geðheilsuna, og andlega líðan. Verkin á sýningunni voru unnin yfir þriggja mánaða tímabil á myrkasta tíma ársins. Listamaðurinn nýtir hvert tækifæri til að kanna fjölbreyttar tilfinningar sem vakna í skammdeginu – hvort sem þær eru róandi, órólegar eða þrá eftir birtu. Sýningin býður gestum að staldra við, tengjast eigin upplifun af skammdeginu og finna fegurðina í kyrrðinni sem fylgir því. Það eru alltaf litir einhversstaðar ef maður leitast eftir þeim.
Sýning stendur til 10. apríl og er opin á opnunartíma safnsins.
27.02.2025
Borghildur Jósúadóttir og Bryndís Siemens eru með skemmtilegt og gefandi verkefni hér á bókasafninu þar sem þær kenna börnum og fullorðnum að brjóta Origami-trönu (fugl) úr fallegum pappír. Trönurnar verða síðan hengdar upp á Bókasafninu. Stefnt er á að brjóta 1000 trönur á Akranesi fyrir friði í heiminum. Tranan er orðin friðartákn víða um heim.
06.02.2025
Við fylgjum öðrum stofnunum á Akranesi og höfum lokað til kl. 13 í dag vegna veðurs.
14.01.2025
Vegna gólfefnaskipta verður safnið lokað frá þriðjudeginum 14. janúar til mánudagsins 27. janúar.
Við vonum að allt gangi fljótt og vel fyrir sig en athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um hvernig gengur.
07.01.2025
Framundan eru gólefnaskipti á safninu.
Nánari upplýsingar um lokun verða auglýstar síðar.
Endilega bókið ykkur upp!
04.12.2024
Við höfum opnað fyrir sýningarumsóknir fyrir næsta ár. Sótt er um hér á vefnum, undir hlekknum umsóknir.
Við erum með tvo veggi, sýningarkassa, flexispjöld og svo höfum við notað gaflana á bókahillunum. Svo er bara að láta hugmyndaflugið ráða, við erum opnar fyrir ýmsu.
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um.
03.12.2024
Húslestur á Aðventu Gunnars Gunnarssonar fer fram annan sunnudag í aðventu, 8. desember, á Bókasafni Akraness. Lestur hefst klukkan 13:30 og stendur í tæpa 3 tíma með hléi.
Það er Gunnar Björn Gunnarsson stjórnarformaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri og afkomandi Gunnars Gunnarssonar sem les.
Aðgangur er ókeypis, eigum notalega stund á aðventunni.
Athugið!
Bókasafnið er eingöngu opið þeim sem koma til að hlýða á lesturinn.
23.10.2024
Þann 6. nóvember næstkomandi fögnum við 160 ára afmæli bókasafnsins. Af því tilefni verðum við með opið hús laugardaginn 2. nóvember frá kl. 11 - 14.
14.10.2024
Það verður mikið um að vera á Vökudögum á bókasafninu. Hér má sjá dagskrána.