Sýningarumsókn 2025

Við höfum opnað fyrir sýningarumsóknir fyrir næsta ár. Sótt er um hér á vefnum, undir hlekknum umsóknir. Við erum með tvo veggi, sýningarkassa, flexispjöld og svo höfum við notað gaflana á bókahillunum. Svo er bara að láta hugmyndaflugið ráða, við erum opnar fyrir ýmsu. Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um.

Aðventuupplestur

Húslestur á Aðventu Gunnars Gunnarssonar fer fram annan sunnudag í aðventu, 8. desember, á Bókasafni Akraness. Lestur hefst klukkan 13:30 og stendur í tæpa 3 tíma með hléi. Það er Gunnar Björn Gunnarsson stjórnarformaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri og afkomandi Gunnars Gunnarssonar sem les. Aðgangur er ókeypis, eigum notalega stund á aðventunni. Athugið! Bókasafnið er eingöngu opið þeim sem koma til að hlýða á lesturinn.