Safnkostur

Bókasafn Akraness leggur metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost sem höfðar til og nýtist börnum og fullorðnum. Safnið leggur áherslu á að kaupa íslenskt efni, skáld- og fræðirit, tónlist, kvikmyndir og fræðimyndir en einnig að fylgjast með og kaupa inn áhugavert efni sem gefið er út erlendis eins og við verður komið. 

Á safninu má meðal annars finna: 

  • Skáldsögur á íslensku, ensku og gott úrval á pólsku.
  • Ævisögur á íslensku og ensku. 
  • Fræðirit á íslensku og ensku. 
  • Hljóðbækur á íslensku gefnar út á Íslandi. 
  • Tímarit á íslensku og erlendum tungumálum (aðallega ensku).
  • Kvikmyndir á mynddiskum/dvd, bæði íslenskt efni og erlent. Gott úrval fræðsluefnis á dvd. 
  • Tónlist á geisladiskum. 
  • Spil, borðspil fyrir alla fjölskylduna. 
  • Kökuform. 

Hluti safnkostsins er til útláns en aðstaða er í safninu til að nýta annað efni. Upplýsingar um safnkost eru notendum aðgengilegar á leitir.is og þar má einnig sjá safneign í bókasöfnum víða um land.