1.-10. apríl
Þegar veturinn teygir sig yfir landið með myrkri og kulda verður taugakerfið mitt og margra beintengt kuldanum og myrkrinu.
Skammdegi er myndlistasýning sem fagnar þessum tengslum, þar sem listamaðurinn vinnur með áhrif myrkursins á geðheilsuna, og andlega líðan.
Verkin á sýningunni voru unnin yfir þriggja mánaða tímabil á myrkasta tíma ársins. Listamaðurinn nýtir hvert tækifæri til að kanna fjölbreyttar tilfinningar sem vakna í skammdeginu – hvort sem þær eru róandi, órólegar eða þrá eftir birtu.
Sýningin býður gestum að staldra við, tengjast eigin upplifun af skammdeginu og finna fegurðina í kyrrðinni sem fylgir því. Það eru alltaf litir einhversstaðar ef maður leitast eftir þeim.
30. janúar - 29. maí
Foreldramorgnar eru vettvangur fyrir foreldra og verðandi foreldra til þess að hittast með börn sín og spjalla um lífsins gagn og nauðsynjar.
31. janúar - 30. maí
Menn hittast um hádegisbil og spjalla um heimsins mál.
5. apríl kl. 11:00-14:00
Laugardagar eru fjölskyldudagar!
Þennan laugardaginn ætlum við að hafa það kósý, bjóða í bíó, syngja saman og hlusta á sögu.
Að sjálfsögðu verður í boði að lita, púsla, kubba og spila eins og venjulega.
7.-28. apríl
Á vetrardagskrá Bókasafns Akraness eru fastar sögustundir fyrir yngri börnin á mánudögum kl. 16.30. Þá eru lesnar stuttar og skemmtilegar sögur, stundum er sungið. Á eftir er spjallað, litað og teiknað.
12. apríl kl. 11:00-14:00
Laugardagar eru fjölskyldudagar!
Nú styttist heldur betur í páskana og þess vegna ætlum við að vera með páskaföndur. Við ætlum að gera páskaegg og páskaunga. Svo er ekki ólíklegt að litamyndirnar okkar verði eitthvað páskalegar að þessu sinni.
Sjáumst gul og glöð :)