01.04.2025
Hér gefur að líta dagskrá okkar fyrir aprílmánuð. Nóg um að vera, fastir liðir eins og venjulega. Nánari lýsingu á viðburðum má sjá hér á heimasíðunni og á facebook-síðunni okkar. Þar geta einnig verið auglýstir viðburðir með styttri fyrirvara svo við hvetjum ykkur til að fylgjast með.
17.03.2025
Lára Magnúsdóttir opnaði sýningu sína Skammdegi síðastliðin laugardag.
Skammdegi er myndlistasýning sem fagnar þessum tengslum, þar sem listamaðurinn vinnur með áhrif myrkursins á geðheilsuna, og andlega líðan. Verkin á sýningunni voru unnin yfir þriggja mánaða tímabil á myrkasta tíma ársins. Listamaðurinn nýtir hvert tækifæri til að kanna fjölbreyttar tilfinningar sem vakna í skammdeginu – hvort sem þær eru róandi, órólegar eða þrá eftir birtu. Sýningin býður gestum að staldra við, tengjast eigin upplifun af skammdeginu og finna fegurðina í kyrrðinni sem fylgir því. Það eru alltaf litir einhversstaðar ef maður leitast eftir þeim.
Sýning stendur til 10. apríl og er opin á opnunartíma safnsins.