RIE er frábær uppeldisleið, enda hönnuð af læknum og miðuð að þroskaferli barna, bæði andlegu og líkamlegu, á eigin forsendum og tíma.
Þessi uppeldisleið hjálpar þér að slaka betur inn í síbreytilegt foreldrahlutverkið, lesa vel í þarfir barnsins þíns og þínar eigin. Á sama tíma iðkarðu hæglæti og meðvitund, sem svo gefur þér meira rými til að treysta því sem er eins og það er.
Í þessum örfyrirlestri verður farið í innleiðingu RIE fyrstu 12 mánuðina eftir barnsburð, en RIE fræðin eru miðuð að börnum 0-3ja ára.
Opið verður fyrir spurningar og umræður á meðan á fyrirlestrinum stendur, svo að þú fáir betri hugmynd um það hvað þú vilt innleiða, hvernig og af hverju.
Leyfðu þér að njóta vegferðarinnar sem foreldri, og gefa barninu þínu tækifæri til að taka út þroskann á sínum eigin forsendum - með RIE.
Allir velkomni – ömmur, afar, frændur, frænkur...
Hlakka til að koma :)
Mbk, Hulda Margrét