Á þessari hóplistasýningu okkar Eddu, Sjafnar og Tinnu bjóðum við þér að kanna takmarkaleysu sköpunnar í plasti. Sköpun sem verður til þegar við endurskoðum möguleika plasts utan upprunalega tilgangs þess.
Með þessari sýningu viljum við ekki einblína á neikvæðu hliðar umbúðanotkunnar, heldur finna innblástur í fjölbreyttni fargaðs efnis.
Grípandi listaverk Tinnu endurnýta á skemmtilegan hátt gamlar plastfígúrur sem hún setur í ýmiss plastílát. Þar skapar hún ævintýralegt sögusvið úr plastskrauti og gerviplöntum. Þetta litríka gervi landslag segir svo aðra sögu þegar áhorfandinn gáir betur að.
Nýstárleg nálgun Eddu felur í sér að nota mynstraða plastpoka sem miðil fyrir heillandi klippimyndir. Með tilraunum með hita og mynstri og áferð afhjúpar hún falinn möguleika plastsins og umbreytir því í grípandi sjónrænar sögur.
Sjöfn saumar flík úr notuðum plastpokum stórra netsöluverslanna. Verk hennar skora á okkur að sjá plast sem sveigjanlega auðlind, sem fer út fyrir sitt upphaflega hlutverk og verður þannig yfirlýsing um fegurð og sjálfbærni.
"Plast" hvetur þig til að verða vitni að umbreytingu hins venjulega í hið óvenjulega, með því að fagna hugvitið sem kemur fram þegar við veljum að endurmynda, finna upp á nyju og endurnýta.
Vertu með okkur í að fagna þeim takmarkalausu möguleikum sem felast á sviði plasts.
Sýningin stendur til 30. september, opið alla virka daga frá 10 - 18. Verið velkomin!