14.06.2022
Nýja bókasafnakerfið, nýi Gegnir sem byggir á Alma hefur verið opnaður. Kerfið er arftaki Aleph, sem er gamla kerfið okkar. Þá verður ný útgáfa af leitir.is tekin í notkun.
Starfsfólk bókasafnsins er að læra á nýja kerfið og þökkum við lánþegum fyrir þolinmæðina undanfarnar tvær vikur meðan kerfisskiptin fóru fram.
07.06.2022
ATH. AÐEINS NOKKUR PLÁSS LAUS.
Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10–12 ára (fædd 2010-2012) að taka þátt í ritsmiðju dagana 13.-16. júní. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og rithöfundur. Ritsmiðjan er frá kl. 9:30 - 12:00.
Skráning fer fram á bókasafninu og er þátttaka án gjalds, en nauðsynlegt að mæta alla dagana. Hámarksfjöldi er 15.
31.05.2022
Kæru vinir.
Bókasafnið verður lokað á morgun, miðvikudaginn 1. júní, vegna þrifa á steinteppi.
Sjáumst á fimmtudaginn!
31.05.2022
Þessa dagana og fram í júní standa yfir kerfisbreytingar á bókasöfnum landsins.
Útlán, skil og frátektir munu virka eins og venjulega út maí en frá 1. júní og þar til nýtt kerfi verður tekið í notkun á tímabilinu 9. – 13. júní munu útlán og skil eingöngu verða möguleg hjá bókavörðum.
03.05.2022
Listaverk leikskólabarna af Garðaseli prýða nú veggi og sýningakassa á bókasafninu. Endilega komið og skoðið þessa flottu sýningu.
15.04.2022
Bókasafnið er lokað frá 14. apríl til 18. apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 19. apríl kl. 10. Hægt er að skila bókum í skilakassa í Krónunni. Gleðilega páska.
05.04.2022
Við á bókasafninu erum að setja upp sýninguna Blaðaútgáfa á Akranesi í 80 ár.
Þessi klausa er úr grein úr 1. tbl. 1. árg. blaðsins Akranes sem kom út 23. apríl 1942
30.03.2022
Ogloszenie biblioteki miejskiej w Akranes.
Czytanie bajek po polsku w czwartek 17 marca o 16:30.
29.03.2022
Við höfum fært foreldramorgna til og eru þeir nú á mánudagsmorgnum kl. 10.
23.03.2022
Bókasafnið verður lokað fimmtudaginn 24. mars á milli kl. 10 og 12 vegna starfsmannafundar.