Nýr Gegnir hefur verið opnaður

Nýja bókasafnakerfið, nýi Gegnir sem byggir á Alma hefur verið opnaður. Kerfið er arftaki Aleph, sem er gamla kerfið okkar. Þá verður ný útgáfa af leitir.is tekin í notkun. Starfsfólk bókasafnsins er að læra á nýja kerfið og þökkum við lánþegum fyrir þolinmæðina undanfarnar tvær vikur meðan kerfisskiptin fóru fram.

Ritsmiðja

ATH. AÐEINS NOKKUR PLÁSS LAUS. Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10–12 ára (fædd 2010-2012) að taka þátt í ritsmiðju dagana 13.-16. júní. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og rithöfundur. Ritsmiðjan er frá kl. 9:30 - 12:00. Skráning fer fram á bókasafninu og er þátttaka án gjalds, en nauðsynlegt að mæta alla dagana. Hámarksfjöldi er 15.

Lokað 1. júní.

Kæru vinir. Bókasafnið verður lokað á morgun, miðvikudaginn 1. júní, vegna þrifa á steinteppi. Sjáumst á fimmtudaginn!

Nýtt bókasafnskerfi í júní

Þessa dagana og fram í júní standa yfir kerfisbreytingar á bókasöfnum landsins. Útlán, skil og frátektir munu virka eins og venjulega út maí en frá 1. júní og þar til nýtt kerfi verður tekið í notkun á tímabilinu 9. – 13. júní munu útlán og skil eingöngu verða möguleg hjá bókavörðum.

Sýning leikskólabarna

Listaverk leikskólabarna af Garðaseli prýða nú veggi og sýningakassa á bókasafninu. Endilega komið og skoðið þessa flottu sýningu.

Lokað yfir páskahátíðina

Bókasafnið er lokað frá 14. apríl til 18. apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 19. apríl kl. 10. Hægt er að skila bókum í skilakassa í Krónunni. Gleðilega páska.

Blaðaútgáfa á Akranesi í 80 ár

Við á bókasafninu erum að setja upp sýninguna Blaðaútgáfa á Akranesi í 80 ár. Þessi klausa er úr grein úr 1. tbl. 1. árg. blaðsins Akranes sem kom út 23. apríl 1942

Biblioteka czyta dzieciom - Pólsk sögustund

Ogloszenie biblioteki miejskiej w Akranes. Czytanie bajek po polsku w czwartek 17 marca o 16:30.

Breyttur tími foreldramorgna

Við höfum fært foreldramorgna til og eru þeir nú á mánudagsmorgnum kl. 10.

Lokað fyrir hádegi 24. mars

Bókasafnið verður lokað fimmtudaginn 24. mars á milli kl. 10 og 12 vegna starfsmannafundar.