Ritsmiðja

Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10–12 ára (fædd 2010-2012) að taka þátt í ritsmiðju dagana 13.-16. júní. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og rithöfundur. Ritsmiðjan er frá kl. 9:30 - 12:00.

Skráning fer fram á bókasafninu og er þátttaka án gjalds, en nauðsynlegt að mæta alla dagana. Hámarksfjöldi er 15.
Bergrún Íris Sævarsdóttir er barnabókahöfundur og teiknari. Fyrir bækur sínar hefur hún hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Vestnorrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur og Fjöruverðlaunin.