Samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem gilda frá og með 28. ágúst til 17. september er bókasöfnum heimilt að taka á móti leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi að gættri 1 metra reglu. Grímuskylda er ef ekki er hægt að framfylgja 1 metra reglunni. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2006 og síðar. Notum áfram handspritt við inngang og við sjálfsafgreiðsluvél. Við skil er allur safnkostur hreinsaður áður en hann er settur í hillur á ný.