Nýr Gegnir, ný lykilorð

Með nýjum Gegni þurfa lánþegar að búa til nýtt lykilorð fyrir Mínar síður á leitir.is og athugið, sama lykilorð er notað í Rafbókasafninu. Nýtt lykilorð á að vera 8 stafir og má ekki innihalda notendanafn þitt og kennitölu.

Einnig verða lánþegar að búa til eða endursetja Pin fyrir sjálfsafgreiðsluvél. Pin er best að útbúa með aðstoð bókavarða í afgreiðslu.

Nýtt lykilorð fyrir Mínar síður á leitir.is og Rafbókasafn:

Fara inn á leitir.is >  Innskráning > Almenningsbókasöfn > Notendanafn > Smelltu hér til að endurstilla lykilorð > Setjið inn númer á bókasafnskorti eða netfang > Fylgið leiðbeiningum sem berast í tölvupósti. Sjá einnig leiðbeiningar í myndbandi https://youtu.be/y-ExLnq2TX0

Bókaverðir er ávalt tilbúnir að aðstoðað við að setja inn nýtt lykilorð fyrir Mínar síður á leitir.is / Rafbókasafn.