Næsta vika, 14. - 20. nóvember er Norræna bókmenntavikan. Þema vikunnar að þessu sinni er Norræn náttúra. Norræna félagið á Akranesi verður með Rökkurstund á Bókasafninu mánudaginn 14.nóvember, kl. 17.00. Guðbjörg Árnadóttir les kafla úr bókinni: Álabókin: saga um heimsins furðulegasta fisk eftir sænska höfundinn Patrik Svensson, sagt verður frá vinabæjamótum í Västervik í sumar og haust í máli og myndum og auðvitað verður boðið upp á kaffi og kleinur. Allir velkomnir