Í tilefni þess að Eva Björg Ægisdóttir er bæjarlistamaður Akraness langar hana að bjóða upp á kvöldstund þar sem hún fer yfir helstu atriðin í glæpasagnaskrifum, hvernig best sé að skipuleggja skrifin, ferlinu við að gefa út bók og margt, margt fleira. Ef þú hefur gengið með glæpasögu í maganum er tilvalið að mæta og fá innsýn í glæpasagnaskrif og allt sem því fylgir.
Hvar: Bókasafn Akraness
Hvenær: Fimmtudaginn 14. mars, kl.20.00
Skráning á netfangið evabjorg9@gmail.com eða í skilaboðum hér á Facebook. Takmarkað pláss í boði.