Nú er aðventan hafin og þá er venjan að bjóða upp á jólasögustundir fyrir leikskólana. Við erum nú þegar búnar að taka á móti tveimur hópum og eigum von á fleiri á næstu dögum. Sögustundirnar snúast um jólasöng og jólasögu, auk þess sem gengið er um safnið og skreytingarnar skoðaðar.
Við ætlum að prófa að bjóða upp á pólska sögustund og átti sú fyrsta að vera í síðustu viku en henni varð að fresta. Á fimmtudaginn í næstu viku, þann 9. desember, verður því fyrsta pólska sögustundin okkar.
Hinar hefðbundnu sögustundir eru svo á sínum stað á miðvikudögum kl. 16.30.