Heimildamynd frá sögugöngum Kellinga

Undanfarin átta ár höfum við, hópur nokkurra ,,kerlinga“, arkað um götur bæjarins og flutt margvíslegt efni um menn og málefni sem tengist sögu bæjarins. Í upphafi Vökudaga var okkur sýndur sá heiður að veita okkur Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar. Auk þess styrkti kaupstaðurinn okkur með það verkefni að taka upp og myndskreyta sýnishorn úr öllum göngum okkar. Var það Heiðar Mar Björnsson hjá fyrirtækinu Muninn sem sá um það.

Þann 1.desember n.k. ætlum við að frumsýna þetta efni á Bókasafni Akraness klukkan 16:30.