Sögustundir

Á vetrardagskrá Bókasafns Akraness eru fastar sögustundir fyrir yngri börnin á miðvikudögum kl. 16.30. Þá eru lesnar stuttar og skemmtilegar sögur, stundum er sungið. Á eftir er spjallað, litað og teiknað.

Leikskólum eru boðnar sögustundir á morgnana. Þá er pantað með góðum fyrirvara. Miðað er við að ca. 15 börn séu í hverjum hópi en það er þó sveigjanlegt. Hægt er að bóka í síma 433 1200 eða á póstfangið bokaverdir@akranes.is

Umsjón: Ásta Björnsdóttir - astab@akranes.is